Eldri gígurinn sofnaður

Fyrsti gígurinn sem myndaðist á Fimmvörðuhálsi er hættur að gjósa. Töluverður kraftur er í nýrri sprungunni en hópur jarðvísindamanna var á svæðinu í dag.

Hraunið rennur nú einungis niður í Hvannárgil í glæsilegum hraunfossi.

Gosórói á mælum Veðurstofunnar er stöðugur en ekki er sjáanleg breyting á gosinu í kjölfar jarðskjálfta sem mældist síðdegis í gær. Skjálftinn var 3,7 á Richter og fannst víða í nágrenninu.

Fyrri greinFramfarasinnar bjóða fram í Ölfusi
Næsta greinTíu í spennandi prófkjöri