Eldri borgarar heimsóttu Eyrarbakka

Í dag var síðasta samvera eldri borgara starfsins hjá Dómkirkjunni í Reykjavík á þessum vetri. Hópurinn lagði land undir fót í morgun og ók til Grindavíkur og svo áfram með suðurströndinni nýja Suðurstrandarveginn til Eyrarbakka.

Þar er nú sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prestur og var hún heimsótt í kirkjuna og síðan borðaður hádegisverður í Rauða húsinu. Þá var farið í skoðunarferð um Eyrarbakka og Stokkseyri undir leiðsögn Siggeirs Ingólfssonar.

Áður en haldið var heim var svo kaffiboð í prestsbústaðnum hjá séra Önnu Sigríði og séra Sveini.

Sr. Sveinn Valgeirsson sem verið hefur prestur í Dómkirkjunni síðan á ágúst 2012 kemur aftur til starfa á Eyrarbakka 1. september og sr. Anna Sigríður fer þá til baka.

Sérar Sveinn var fararstjóri í ferðinni sem í voru um 40 manns.

Frá þessu greinir Menningar-Staður

Fyrri greinFjóla vann silfur og brons
Næsta greinTveir teknir fyrir veggjakrot