Eldingu sló niður í Ölfusinu

Sunnlenskar rafmagnslínur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þorlákshafnarlína 1, milli Þorlákshafnar, sló út klukkan 6:56 í morgun eftir að eldingu laust niður í línuna.

Hvergi varð þó rafmagnslaust vegna þessa þar sem aðeins önnur raflínan greip eldinguna. Hins vegar gerði þruman mörgum Sunnlendingum rúmrusk en fólk vaknaði við lætin.

Í tilkynningu frá Landsneti segir að hætt sé við frekari niðurslætti eldinga eftir hádegi í dag þegar hringsnúinn bakki frá lægðinni kemur inn á Suðurland.

Mestar líkur eru á eldingaveðri á Suðurlandi, frá Hellisheiði austur undir Eyjafjöll að meðtalinni suðurbrún hálendisins á milli klukkan 14 og 19.

Fyrri greinJöfn tækifæri til velsældar og þroska
Næsta greinÞorlákshafnarbúar skora á HSU með hátt í 600 undirskriftum