Eldingu sló niður í Hellisheiðarvirkjun

Eldingu sló niður í Hellisheiðarvirkjun um kl. 6 í morgun og sló einni túrbínu af fimm út af þeim sökum.

Eldingunni sló niður í niðurrennslisveitu rétt vestan virkjunarinnar. Eldingin olli skemmdum á stjórnbúnaði og stöðvaði líka framleiðslu á heitu vatni í virkjuninni.

Innan við klukkustundu síðar var rafmagnsframleiðslan komin í samt lag en ennþá er verið að fara yfir tjón sem orðið hefur í heitvatnsframleiðslunni.

Ekki er búið að meta tjónið á virkjuninni, en búnaðurinn er viðkvæmur fyrir áfalli af þessu tagi.

Fyrri greinFimm hafa stöðu sakbornings
Næsta greinEkki dýpkað fram að páskum