Eldingaveður seinkar viðgerðum á raflínum

Sunnlenskar rafmagnslínur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafmagn fór af stórum hluta Suðurlands í nótt og er enn rafmagnslaust víða.

Rafmagnstruflanir hafa verið á Suðurlandi frá því klukkan 3:40 í nótt. Meðal annars er rafmagnslaust í Holtunum og Landsveit, Landeyjum, Skaftártungu og Álftaveri. Líkleg ástæða rafmagnsleysisins er samsláttur á loftlínum.

Einnig er Hvolsvallarlína úti en það hefur ekki valdið rafmagnsleysi enn sem komið er.

Í tilkynningu frá Rarik kemur fram að farið sé að bera á eldingum og getur það seinkað viðgerðum.

Fyrri greinAlexander skellti í lás og skoraði þrjú
Næsta grein„Fór betur en á horfðist“