Eldingar í gosmekkinum

Töluverðar eldingar eru í gosmekkinum yfir Grímsvötnum og sést sjónarspilið víða að á Suðurlandi.

Flugmenn sem flogið hafa yfir Grímsvötn í kvöld segja að mikill kraftur hafi verið í gosinu og eldingar í mekkinum. Á mbl.is er haft eftir Orra Eiríkssyni að hann hafi séð eldingar stinga sér niður í 30-40 km fjarlægð frá gosinu.

Í gosinu í Eyjafjallajökli í fyrra gaf Veðurstofan út viðvörun um að eldingahætta frá gjósandi eldstöð væri allt að 40 km undan vindi.

Nánari leiðbeiningar um eldingar í tengslum við eldgos eru á vef Almannavarna.

Fyrri greinMikið öskufall á Klaustri
Næsta greinÖflugra en gosið í Eyjafjallajökli