Elding sló út rafmagni

Gríðarlegt þrumuveður gekk yfir í Suðurland síðdegis í dag og fylgdu því kröftugar skúrir víða. Eldingu sló niður í rafmagnsstaur skammt frá Landvegamótum og sló út rafmagni á nokkrum bæjum.

Bergur Sveinbjörnsson á Landvegamótum lýsir látunum eins og sprengjuárás í viðtali við RÚV. Í kjölfarið kom þvílík úrhellisrigning að Bergur kvaðst ekki hafa upplifað annað eins.

Fyrri greinKyndlar og kossar biðu við heimkomuna
Næsta greinRetRoBot spila á þremur tónleikum í Hollandi