Eldhestar fá umhverfisverðlaun

Hótel Eldhestar í Ölfusi hlaut í dag umverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir markvissa umhverfisstefnu og sjálfbæran rekstur.

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu hafa verið veitt frá árinu 1995 til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning og áminning til þeirra sem stunda ferðaþjónustu um að huga vel að umhverfinu í allri starfsemi sinni, segir í fréttatilkynningu.

Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Í júní árið 2002 tóku Eldhestar í notkun lítið sveitahótel, Hótel Eldhesta. Það er búið 26 tveggja manna herbergjum og matsal sem tekur um 70-80 manns.