Eldgosinu virðist lokið

Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands velta því nú fyrir sér hvort eldgosinu á Fimmvörðuhálsi sé lokið. Órói hefur farið stöðugt minnkandi og er nú svipaður og hann var klukkutíma fyrir gos.

Slæmt skyggni er á svæðinu og ekki sést til gosstöðvanna.

Breytingar á GPS stöðvum Jarðvísindastofnunar Háskólans um helgina benda til minnkandi spennu.

Vísindamenn hafa þó allan varann á en klukkan 7:34 í morgun varð jarðskjálfti, 3,2 að stærð, undir norðaustanverðum Eyjafjallajökli.

Fyrri greinStefán og Elísabeth í silfursæti
Næsta greinFíkniefnapar stöðvað