Eldað á Fimmvörðuhálsi

Um tuttugu milljónir manna í Japan fylgdust með feðgunum Eiríki Inga Friðgeirssyni og Friðgeiri Inga Eiríkssyni hjá Gallery Restaurant á Hótel Holti elda úti undir berum himni á Fimmvörðuhálsi síðasta sunnudag.

Feðgarnir tóku þátt í gerð japansks raunveruleikaþáttar.

Feðgarnir voru fengnir til að elda á Fimmvörðuhálsi. „Þegar við komum að eldstöðinni vildu Japanirnir að ég eldaði á eldfjallinu,“ segir Friðgeir Ingi í samtali við Fréttablaðið. „Við fundum holu þar sem allt var enn rauðglóandi.“

Frétt Fréttablaðsins