Ekki viðamiklar breytingar á starfsemi Skálholtsskóla

„Nei, því fer fjarri að Icelandair sé að taka yfir rekstur hér,“ segir Sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti um umræðu þess efnis að rekstur Skálholtsskóla yrði færður undir ferðaþjónustufyrirtækið Icelandair.

„Þessi umræða tengist sennilega því að Guðjón Arngrímsson, sem er áhugamaður um byggingu miðaldarkirkju hér, starfar sem talsmaður Icelandair,“ segir Sr. Kristján Valur ennfremur. Hann segir að áfram verði haldið starfsemi í Skálholtsskóla, þ.m.t. kyrrðarvikur og ýmsa aðra menningarstarfsemi sem þar hefur verið, „en við erfiðar aðstæður,“ segir Sr. Kristján.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinHaraldur stökk lengst allra
Næsta greinStrandblak á Selfossi