Ekki verkefni Skógræktarinnar að reka hjólhýsasvæði

Skógrækt ríkisins telur það ekki í sínum verkahring að reka hjólhýsasvæði, líkt og það sem staðsett er í Þjórsárdal, allt árið um kring og hefur lýst þeirri
skoðun sinni við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Hjólhýsabyggð hefur verið í landi Skógræktarinnar í dalnum um áratugaskeið en nú eru uppi áform um að hætt verði að leigja lóðir undir hjólhýsin yfir vetrartímann. Því verða leyfin á heilsársleigusvæðinu ekki framlengd. Sveitarstjórn hefur tekið undir þetta sjónarmið.

Almenn tjaldsvæði eru einnig á svæðinu og verða að öllu óbreyttu rekin með sama sniði og verið hefur að sögn Gunnars Marteinssonar oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

Fyrri greinDeilt um tímasetningu íbúafundar
Næsta greinTöpuðu stórt gegn Haukum