Ekki útilokað að kæra brotin til lögreglu

„Það er óum­deil­an­legt að Björg­vin G. Sig­urðsson, fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri Ása­hrepps, dró sér fé.“ Þetta seg­ir Eg­ill Sig­urðsson, odd­viti sveit­ar­fé­lags­ins.

Björg­vin hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu, þar sem hann hafn­ar því að hafa gerst sek­ur um fjár­drátt, en Eg­ill seg­ir í samtali við Morgunblaðið að það sé klárt að Björg­vin hafi ráðstafað al­manna­fé í eig­in þágu.

Að sögn Eg­ils er um að ræða alls fimmtán færsl­ur. „Þar með tal­in þessi dæma­lausa færsla 20. nóv­em­ber yfir á eig­in reikn­ing,“ seg­ir Eg­ill, og vís­ar þar til fyr­ir­fram­greiðslu launa upp á 250.000 krón­ur, sem Björg­vin gengst við í yf­ir­lýs­ingu sinni.

Björg­vin bjó sjálf­ur til lyk­il­inn fyr­ir­fram­greiðsla launa, að sögn Eg­ils. „Sá lyk­ill var ekki til hjá sveit­ar­fé­lag­inu en hann fær­ir þetta und­ir fyr­ir­fram­greiðslu launa. 20. nóv­em­ber fær­ir hann þetta yfir á einka­reikn­ing, en sú greiðsla fór ekki í gegn­um gjald­kera sveit­ar­fé­lags­ins, sem hef­ur borgað reikn­ing­ana, held­ur gerði hann þetta sjálf­ur og sá al­veg um það og fékk enga heim­ild til að gera það. Og sveit­ar­sjóður Ása­hrepps, þó að það sé … Hann er ekki banki fyr­ir okk­ar starfs­menn. Það er bara ekki þannig. Þar verða menn að gera skil á milli,“ seg­ir Eg­ill.

Í yf­ir­lýs­ingu sinni nefn­ir Björg­vin einnig færslu sem varðaði kaup á mynda­vél, ætlaða „til nota fyr­ir heimasíðu og fleira“. Um þetta seg­ir Eg­ill:

„Það hefði þá verið betra að þessi mynda­vél hefði fund­ist, en hún hef­ur aldrei komið inn á borð sveit­ar­fé­lags­ins. Ég er með fylgiskjöl yfir þetta allt sam­an og öll þessi gögn. Hann er þarna að reyna að gera lítið úr því að hafa mis­farið með fé. Þetta er óum­deil­an­lega fjár­drátt­ur, hann er að ráðstafa þarna al­manna­fé í eig­in þágu. Það er bara fjár­drátt­ur.“

Eg­ill seg­ir að auk þess að hafa fyr­ir­fram­greitt sér laun hafi Björg­vin notað kort sveit­ar­fé­lags­ins í fjórtán skipti, meðal ann­ars til að kaupa mat milli jóla og ný­árs og til að greiða ferð út að borða.

Hann seg­ir að byrjað verði á því að skulda­jafna fjár­mun­un­um sem um ræðir við það sem Björg­vin á inni hjá sveit­ar­fé­lag­inu, það er hálfs­mánaðarlaun og upp­safnað or­lof. Eg­ill seg­ir að ekki hafi verið úti­lokað að kæra brot­in til lög­reglu. „Ef menn ætli sér að bera af sér sak­irn­ar sé best að óháður aðili rann­saki það,“ seg­ir odd­vit­inn.