Ekki tókst að ljúka sanddælingu

Ekki tókst að ljúka sanddælingu úr Landeyjahöfn um helgina. Veður fer nú versnandi og óvíst hvenær dæling heldur áfram.

Unnið var að dælingu í gær og í morgun. Í gærkvöldi náðist dælurör Perlunnar upp af botninum en það hafði verið fast þar í rúma viku.

Þung ölduspá er framundan næstu daga og ekki er vitað hvenær dæling hefst að nýju. Herjólfur mun sigla áfram til Þorlákshafnar næstu daga en fimm vikur eru síðan skipið sigldi síðast inn í Landeyjarhöfn.