Ekki til zetunnar boðið

Frambjóðendur Z-listans í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Ljósmynd/Aðsend

Z-listinn – Sól í Skaftárhreppi – mun ekki bjóða fram í Skaftárhreppi í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Listinn hefur boðið fram í síðustu tveimur kosningum en árið 2018 fékk listinn tvo fulltrúa kjörna og hefur setið í minnihluta á yfirstandandi kjörtímabili.

„Við viljum þakka öllum sem við höfum unnið með og öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur þessi átta ár sem við höfum verið í sveitarstjórn Skaftárhrepps. Eins óskum við þeim sem verða í framboði núna og munu starfa fyrir sveitarfélagið á komandi kjörtímabili alls hins besta,“ segir í tilkynningu frá Z-listanum.

Fyrri greinMesta rennsli í Ölfusá í níu ár
Næsta greinStyrkleikarnir – allir saman nú