Ekki stendur til að auka vinabæjastarf

Sveitarfélaginu Árborg barst á dögunum fyrirspurn um vinabæjartengsl við Palmer, sexþúsund íbúa bæ í Alaska.

Bæjarráð fól Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, að svara erindinu en ekki stendur til að auka vinabæjastarf.

Selfoss og Eyrarbakki hafa átti vinabæi á Norðurlöndunum frá 1987. Markmið vinabæjasamstarfs er að miðla reynslu á sem flestum sviðum, styrkja menningartengsl, koma á skiptum milli félaga, skóla og vinnuhópa og stuðla að vináttu einstaklinga í hverju landi og efla þannig þekkingu þjóðanna hverrar á annarri.

Vinabæir Selfoss eru Arendal í Noregi, Kalmar í Svíþjóð, Savonlinna í Finnlandi og Silkeborg í Danmörku auk vinabæjartengsla við bæinn Aasiaat á Grænlandi.

Vinabæir Eyrarbakka eru Kalundborg í Danmörku, Kimito í Finnlandi, Lillesand í Noregi og Nynäshamn í Svíþjóð.

Fyrri greinNauðlenti á Biskupstungnabraut
Næsta greinFlutti sig nær viðskiptavinunum