Ekki smit í Vallaskóla

Vallaskóli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þær fréttir bárust nú síðdegis að sýni beggja nemenda í 2. og 4. bekk Vallaskóla á Selfossi reyndust neikvæð.

Því er úrvinnslusóttkví nemenda í 2. og 4. bekk og heimilisfólks þeirra aflétt og hefðbundið skólastarf mun hefjast í Vallaskóla á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem skólayfirvöld sendu aðstandendum nemenda nú síðdegis.

Grunur um smit í Vallaskóla

Fyrri greinÞrettán sækja um starf heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa
Næsta greinÞrettán í einangrun á Suðurlandi