Ekki skýrsluhæf eftir árekstur vegna ölvunar

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kona á áttræðisaldri gisti fangaklefa á Selfossi á miðvikudaginn í síðustu viku en hún var handtekin eftir að hafa ekið aftan á bifreið sem stóð á beygjuakrein að Hellisheiðarvirkjun á Suðurlandsvegi.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að konan hafi ekki verið „skýrsluhæf“ eftir áreksturinn vegna ölvunar.

Hún er ein þriggja ökumanna sem lögreglan á Suðurlandi kærði fyrir að aka undir áhrifum áfengis í síðustu viku.

Þrír aðrir voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna eða lyfja, einn þeirra reyndist þegar sviptur ökurétti og annar var með smáræði af kannabisefnum í bílnum auk hvíts efnis sem bíður greiningar.

Fyrri greinKatrín og Margrét sýna í Listagjánni
Næsta greinSmitum fjölgar á Suðurlandi