Ekki sektað fyrir nagladekk næsta mánuðinn

Vel með farið nagladekk. Myndin tengist efni fréttarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi mun ekki sekta þá ökumenn sem hafa ákveðið að setja nagladekk á bíla sína, þrátt fyrir að ekki sé enn kominn 1. nóvember.

Morgunfærð síðustu daga hefur kallað á meiri viðbúnað ökumanna þegar hálka og jafnvel snjór hefur verið á vegum í umdæminu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri greinMenningarsalurinn kláraður árið 2022
Næsta greinHamar og Selfoss fá heimaleiki