Ekki öll nótt úti enn hjá Árborg

Árborg tapaði 67-73 þegar liðið mætti Hafnarfirði í fyrstu umferð Útsvarsins í Ríkissjónvarpinu í kvöld.

Keppnin var jöfn framan af en Hafnfirðingar tóku á sprett um miðbikið. Árborgarar gáfu hins vegar ekkert eftir og náðu að minnka muninn niður í eitt stig, svo lokakaflinn varð mjög spennandi. Hafnfirðingar tryggðu sér sigurinn með fimm stiga spurningu í lokin.

Árborg á ágæta möguleika á að komast áfram í keppninni en fjögur stigahæstu tapliðin komast í næstu umferð.

Lið Árborgar skipa þau Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir, Gísli Þór Axelsson, læknanemi og Gísli Stefánsson, kjötiðnaðarmaður.

Fyrri grein„Grunnskylda samfélaga að skapa öruggt umhverfi“
Næsta greinVill fund um vindorku og vindmyllur