Ekki leyfilegt að bjóða gistingu í smáhýsum

„Við settum þetta inn á síðuna til leiðbeiningar en söluaðilar svona húsa auglýsa þessi hús m.a. sem gestahús og að ekki þurfi að sækja um byggingarleyfi séu þau undir 15 fermetrum.

Í leiðbeiningunum og byggingarreglugerðinni segir að ekki sé heimilt að vera með rafmagn, vatn eða tengja þau við veitur og nota þau sem íveruhús eða undir gistingu. Einnig þarf að huga að staðsetningu á þeim á lóð og að út úr þeim sé flóttaleið,“ segir Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Sveitarfélagsins Ölfuss vegna leiðbeininga um smáhýsi, sem hann hefur sett inn á heimasíðu sveitarfélagsins.

Þar kemur m.a. fram að heimilt sé að hafa eitt til tvö smáhýsi undir 15 fermetrum á lóð.

Fyrri greinBáðar sveitir GOS fóru upp um deild
Næsta greinHelga kaupir Lifandi hús