Ekki komið sumar fyrr en fyrsta rútan festir sig

Farþegarnir í rútunni voru á flæðiskeri staddir en engum varð meint af. Ljósmynd/Stefán Haukur Guðjónsson

Stór rúta með tugi ferðamanna innanborðs festi sig í Sauðá á Þórsmerkurvegi í morgun.

„Lóan er vorboði en það er ekki komið sumar fyrr en fyrsta rútan er föst á leiðinni inn í Mörk, svo gleðilegt sumar,“ segir Stefán Haukur Guðjónsson, fararstjóri, sem átti leið framhjá rútunni í morgun.

Rútan var dregin upp úr ánni og að sögn Stefáns var engin hætta á ferðum, engar skemmdir voru á rútunni og engum varð meint af.

„Bara góður dagur í Mörkinni,“ sagði Stefán léttur að lokum.

Fyrri greinHulda Hrönn verður áfram á Selfossi
Næsta greinSigurmark úr óvæntri átt