Ekki hlýrra í hreppum síðan 1881

Hveravellir. Ljósmynd / Mats Wibe Lund

Ekki fór framhjá neinum hversu hlýir tveir fyrstu mánuðir ársins 2013 voru og er afar fátítt í sögu veðurmælinga hérlendis að finna hitatölur í líkingu við þær sem mældust í janúar og febrúar.

Sem dæmi má nefna að meðaltalshiti í janúar og febrúar hefur ekki mælst hærri á Kirkjubæjarklaustri síðan 1926, en hann var 3,6 gráður í febrúar síðastliðnum.

Á Hæli í Hreppum var meðalhitinn 3 gráður og hefur ekki mælst hærri á þessum tveimur upphafsmánuðum árs síðan 1881 og á Hveravöllum var hitinn að meðaltali -1,7 gráður og hefur ekki mælst hlýrri í febrúar frá því mælingar hófust þar 1965.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinSkoða hagkvæmni á nýtingu holunnar
Næsta greinDregið í 8-liða úrslit