Ekki henda húsgögnum á brennurnar

Starfsmenn áhaldahúss Árborgar vinna nú að því að safna ólituðu timbri í áramótabrennur sveitarfélagsins. Nokkuð hefur borið á því að efni sem óheimilt er að brenna á áramótabrennum hafi ratað í kestina.

Þar má nefna til dæmis húsgögn og fleira.

Slíkt kallar á kostnað af hálfu sveitarfélagsins við að fjarlægja þennan úrgang og er sú hætta að auki fyrir hendi að sveitarfélagið fái ekki tilskilin leyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands til að halda áramótabrennur. Athygli er því vakin á að það er með öllu óheimilt að losa úrgang í brennustæðin.

Í tilkynningu frá sveitarfélaginu er íbúum og fyrirtækjum bent á að sorpmóttaka sveitarfélagsins er á gámasvæðinu við Víkurheiði.

Fyrri greinVinavika framundan í körfuboltanum
Næsta greinJólamarkaður VISS opnar á föstudag