Ekki hægt að mæla dýpið

Ekki er hægt að mæla dýpið í innsiglingu Landeyjahafnar vegna veðurs en dýpkunarskipið Perlan er í Reykjavík og bíður færis að komast í Landeyjahöfn.

Lóðsinn frá Vestmannaeyjum mun fara í dag með starfsmann Siglingastofnunar og framkvæma fyrstu mælingar. Bráðbirgðaniðurstöður þeirra munu liggja fyrir síðdegis en nákvæmari mælingar verða gerðar um leið og veður leyfir. Mun ákvörðun um siglingar í höfnina verða endurskoðuð þegar þær liggja fyrir.

Dýpkunarskipið Perlan mun hefja dælingu úr innsiglingu um leið og veðuraðstæður leyfa. Ekki er útlit fyrir að um hægist í veðri fyrr en síðar í vikunni.

Hvað varðar ákvarðanir um breytingar á áætlunum Herjólfs, þá eru þær í höndum Vegagerðarinnar og Eimskips en Siglingastofnun er í góðu sambandi við alla aðila sem að málinu koma að því er fram kemur á vef Siglingamálastofnunar.

Fyrri greinGuðmundur sýnir í bókasafninu
Næsta greinSkemmdarvargar tóku leigubíl