Ekki hægt að bíða lengur með vatnsöflun

„Ég átta mig ekki á því á hvaða grunni Ólafur setur fram kæruna. Þessi samningur hefur tvívegis fengið umfjöllun í ráðuneytinu og í báðum úrskurðum talist löglegur.“

Þetta segir Aðalsteinn Sveinsson oddviti Flóahrepps um kæru Ólafs Sigurjónssonar í Forsæti í Flóa sem kærði samning hreppsins við Sveitarfélagið Árborg annarsvegar og Landvirkjun hinsvegar um vatnsöflun og dreifingu.

Aðalsteinn telur ekki forsendur fyrir því að taka upp samninginn, hann sé sveitarfélaginu hagstæður og nauðsynlegt að hefjast handa við vatnsöflun fyrir hreppinn strax. „Það er ekki spennandi kostur að reyna vatnsöflun úr lind fyrir ofan Bitru,“ segir hann. „Það er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt, ekki síst ef kaupa þarf vatnsréttindi og taka land eignanámi,“ bætir hann við.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu. PANTA ÁSKRIFT

Fyrri greinVill Hofsjökul innan friðlands
Næsta greinGarðyrkjuráðunautur semur sjómannalag