Ekki fyrirboði um jarðskjálfta

Athygli vakti í liðinni viku að hverirnir í Hveragarðinum í Hveragerði stóðu óvenjulega lágt og sumir voru orðnir vatnslausir.

Þær upplýsingar fengust frá upplýsingamiðstöð Hveragerðisbæjar að vatnsmagnið í hverunum hafi lækkað stöðugt undanfarnar vikur og hitastig vatnsins um leið.

Ýmsir heimamenn telja að samskonar þróun hafi átt sér stað rétt fyrir stóra jarðskjáltann í maí 2008. Vatnsmagnið hafi þannig minnkað á sambærilegan hátt og að þetta gæti mögulega verið fyrirboði annars skjálfta.

Gunnar Guðmundsson, jarðskjálftafræðingur hjá jarðskjálftadeild Veðurstofu Íslands, segist ekki kannast við að þessi þróun sé svipuð þeirri sem var fyrir stóra skjálftann árið 2008.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.