Ekki dýpkað á næstu dögum

Dýpið í mynni Landeyjahafnar er aðeins þrír metrar en þarf að vera sex metrar til þess að höfnin nýtist Herjólfi.

Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar frá því 8. nóvember og hefur verið gefið út að ekki verði fært í Landeyjahöfn út nóvember að minnsta kosti.

Nægt dýpi er í höfninni sjálfri og framan við sandbinginn. Samkvæmt upplýsingum Frétta í Vestmannaeyjum þarf að fjarlægja um 20 þúsund rúmmetra af sandi til að komast niður á sex metra dýpi. Það gæti tekið minnst fimm til sex daga við góð skilyrði.

Miðað við veðurspá getur dæling að líkindum ekki hafist fyrr en eftir næstu mánaðamót.