Ekki byrjað að sekta strax

Á morgun lýkur tíma nagladekkja, en hann er almennt frá 1. nóvember til 15. apríl. Lögreglan á Suðurlandi hefur þó ekki í hyggju að sekta ökumenn fyrir akstur á nagladekkjum strax.

„Þar sem vetur konungur er enn ríkjandi mun lögreglan á Suðurlandi ekki byrja að sekta fyrir notkun nagladekkja fyrr en aðstæður leyfa,“ segir í tilkynningu á Facebooksíðu lögreglunnar.

Sekt vegna aksturs á nagladekkjum er 5.000 krónur fyrir hvert dekk, samtals 20.000 krónur ef bíllinn er á nöglum á öllum fjórum.

Fyrri greinLionsklúbbur Selfoss gaf 1,5 milljónir í tilefni 50 ára afmælis
Næsta greinSæmundur gefur út „Fardaga“ Ara Trausta