Ekkert viðhald í eitt ár

Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði hefur sagt upp þeim iðnaðarmönnum sem hafa sinnt viðhaldi hjá stofnuninni undanfarin ár.

Um er að ræða fjóra starfsmenn og er sá elsti með 40 ára starfsreynslu. Að sögn Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra HNLFÍ, verður viðhaldi einfaldlega gefið frí í eitt ár.

Ólafur sagði að með þessu væri stofnunin að vonast til þess að spara á milli 20 og 25 milljónir króna á ári. Það er ekki aðeins launakostnaður sem sparast því eðli málsins samkvæmt verður dregið úr viðhaldi.

Hjá HNLFÍ hafa unnið tveir smiðir, rafvirki, málari og einn pípari. Öllum var sagt upp nema píparanum. Ólafur sagði að starfsmennirnir hefðu 3 til 5 mánaða uppsagnafrest.

Fyrri greinVilja kennslu áfram í Sandvíkurskóla
Næsta greinFlóahreppur fundar með ráðuneyti