Ekkert varð af viðgerðinni

Ekkert varð af vinnu í aðveitustöð Rarik á Flúðum í nótt vegna veðurs. Áður auglýst straumleysi kom því ekki til sögunnar.

Auglýst hafði verið að straumlaust yrði á nokkrum svæðum í Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð afaranótt 8. janúar vegna vinnu í aðveitustöð á Flúðum.

Vegna veðurs var ekki hægt að vinna verkið en ekki er komin tímasetning á verkið og verður það auglýst síðar.

Fyrri greinGáfu heilsugæslunni veglega gjöf
Næsta greinÞrettándagleðin á laugardagskvöld