Ekkert skyggni á svæðinu

Nú birtir af degi hér í Rangárþingi en þungur skýjabakki hvílir yfir Eyjafjallajökli og því er gos ekki sjáanlegt sé það á annað borð hafið.

Björgunarsveitarmenn sem sunnlenska.is hitti fyrr í nótt inni í Fljótshlíð segja rýmingu ganga vel og fólk taki aðstæðum með stakri ró. Eðlilega sé sumum þó brugðið en fólk er komið í góða æfingu enda ekki nema tæpur mánuður síðan sama aðgerð var framkvæmd.

Annríki er nú í fjöldahjálparstöðinni í Hvolsskóla en að sögn fulltrúa Rauða krossins ganga hlutirnir vel fyrir sig þar.

Fyrri greinAllt hættusvæðið rýmt
Næsta greinBændur fá að sinna búpeningi