Ekkert sérstakt tiltektarátak fyrir Google

Ekki er gripið til sérstakrar tiltektar eða fegrunarátaks í Árborg vegna myndatöku leitarfyrirtækisins Google, sem þessa dagana ekur um landið til að taka myndir í þorpum og bæjum.

„Nei, ekki er það nú sérstaklega. Vinnuskólinn og umhverfisdeildin hafa unnið ötullega að fegrun sveitarfélagsins í sumar,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar.

Að því er best er vitað er ekki brugðist sérstaklega við myndatökum í sveitarfélögum á Suðurlandi, þótt margir hafi gantast með það á Facebooksíðum sínum að nú sé mál að gera garðinn frægan.

Fyrri greinGengið frá Gráhellu – sveitarfélagið kaupir 20 rúma hektara
Næsta greinEinar ánægður með Þýskalandsdvölina