Ekkert samráð við sveitarstjórnir

Bæjarráð Árborgar lýsir yfir miklum áhyggjum af framkomnum hugmyndum um að leggja niður Réttargeðdeildina að Sogni, þar sem um 30 manns starfa.

“Ekkert samráð hefur verið haft við sveitarstjórnarstigið um þessar hugmyndir og skýtur það skökku við ef farið er í slíkan niðurskurð án nokkurs samráð á sama tíma og verið er að ræða sóknaráætlun fyrir Suðurland,” segir í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarráðs í morgun.