Ekkert rafmagnsleysi þrátt fyrir bilunina

Slökkviliðsmenn að störfum á Írafossi í nótt. Ljósmynd/Brunavarnir Árnessýslu

Undirbúningur á viðgerð í tengivirki Landsnets á Írafossi er þegar hafinn og verður farið í viðgerð um leið og mögulegt er.

Um klukkan þrjú í nótt kom upp eldur í mælaspenni í tengivirkinu og slökktu liðsmenn Brunavarna Árnessýslu á Selfossi eldinn.

Ljósafosslína 1 er ekki í rekstri eftir eldsvoðann en samkvæmt upplýsingum frá Landsneti mun framleiðsla frá Steingríms- og Ljósafossvirkjun sjá Suðurlandi fyrir raforku á meðan en einnig er tenging við flutningskerfið gegnum Selfosslínu 2.

Rafmagn fór ekki af neinsstaðar þegar Ljósafosslína datt út og enginn raforkunotandi á Suðurlandi hefur verið án rafmagns á jóladag.

Fyrri greinSnæfríður Sól sundkona ársins
Næsta greinÁrborg skoðar sölu á tæplega helmingshlut í fráveitunni