Ekkert öskufall í byggð

Gosvirkni hefur verið minni í dag en áður. Gosmökkurinn fer lægra, minni öskumyndun og litlar fréttir af öskufalli. Mökkur er bæði yfir Mýrdals- og Eyjafjallajökli en aska nær ekki niður í byggð.

Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum hefur öll nauðsynleg starfsemi gengið eðlilega í dag. Engar truflanir hafa verið á dreifingu raforku og neysluvatn reynist í lagi. Fjarskipti hafa gengið eðlilega. Engar fréttir hafa borist af skorti á nauðsynjum.

Hjá Rauða krossi Íslands hefur verið ákveðið að halda íbúafundi á nokkrum stöðum á morgun, þar sem íbúar verða upplýstir um stöðu mála. Um 100 manns sóttu mjög vel heppnaðan fund á Heimalandi í dag.

Fyrri greinFlughálka í öskunni
Næsta greinÆgir tapaði í markaleik