Ekkert lát á fíkniefnaakstri

Lögreglan á Selfossi kærði sex ökumenn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í síðustu viku.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ekkert lát virðist ætla að verða á því að fólk láti það vera að aka eftir að hafa neytt fíkniefna.

Í þessum tilvikum var um að ræða karla og konur á aldrinum frá 18 til 25 ára.

Auk þeirra var einn ökumaður kærður fyrir ölvunarakstur í síðustu viku og sautján fyrir hraðakstur.