Ekkert jólabarn á HSu

Ekkert jólabarn kom í heiminn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi um þessi jól. Fæðingum á árinu hefur fækkað um þriðjung frá árinu áður.

Það sem af er ári hafa 62 börn fæðst á fæðingardeildinni á Selfossi en þau voru 91 í fyrra og 95 árið 2010.

“Það virðist sem einhver fækkun sé á landsvísu í fæðingum á þessu ári. Það eru mjög fáar konur skráðar hjá okkur í lok ársins en töluvert margar í janúar þannig að vonandi fáum við nýársbarn fljótlega á nýja árinu,” sagði Sigrún Kristjánsdóttir, yfirljósmóðir, í samtali við sunnlenska.is.

Fyrri greinNokkur bráðaútköll yfir hátíðarnar
Næsta greinTveir frá Selfossi í U-18