Ekkert ferðaveður á landinu

Vegir eru auðir á Suðurlandi en vindur er vaxandi og sumstaðar orðið nokkuð hvasst. Óveður er undir Eyjafjöllum.

Veðurstofan spáir vaxandi norðanátt víða 18-25 m/s upp úr hádegi í dag. Él og síðar snjókoma um landið norðanvert, en stöku él sunnantil. Dregur úr vindi seint í kvöld, fyrst austantil.

Fylgjast má með veðurspá á www.vedur.is.

Í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að ekkert ferðaveður sé á landinu en færð á vegum er að finna á vefsíðu Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is