Ekkert COVID-19 smit á Suðurlandi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Enginn er með staðfest COVID-19 smit á Suðurlandi í dag og enginn er í sóttkví eftir að hafa verið útsettur fyrir smiti.

Staðan hefur ekki verið svona góð síðan í júlí í fyrra. Hins vegar eru 99 manns í sóttkví á Suðurlandi eftir að hafa farið í gegnum skimun á landamærum.

Samkvæmt covid.is greindust fjórir með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví.

Fyrri greinBókamarkaður í bókasafninu á Selfossi
Næsta greinStigaveisla í Suðurlandsslagnum