Ekkert þorrablót í Dyrhólahreppi

Ekkert þorrablót verður haldið í gamla Dyrhólahreppi þetta árið en ákveðið hefur verið að hætta við að halda blótið þetta árið þar sem fáir nenna orðið að mæta og enn færri að starfa í þorrablótsnefndinni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Búnaðarfélags Dyrhólahrepps í nýjasta tölublaði Vitans. Þar er rekstraraðilum Hótel Dyrhólaeyjar einnig þakkað fyrir gott samstarf í gegnum árin.

Í sama Vita kemur fram að þorrablótið í Vík, sem haldið verður næstkomandi laugardag, sé að sjálfsögðu öllum opið.

Fyrri greinSkrifað undir samning um smíði nýs Herjólfs
Næsta greinMarel dreifir sundboltum um landið