Ekið yfir birkiplöntur á Rangárvöllum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sumarbústaðaeigandi við Lækjargötu í landi Svínhaga á Rangárvöllum tilkynnti lögreglu í síðustu viku um skemmdir á fjölda ungra birkiplantna.

Skemmdirnar hafa orðið við akstur breyttrar bifreiðar um land hans einhverntíman í kring um nýliðin áramót.

Greint er frá þessu í dagbók lögreglunnar og þar er beðið um að fólk sem kann að hafa skýringar á akstrinum gefi sig fram við lögreglu.