Ekið á tvö hross á Eyrarbakkavegi

Lögreglubíll á slysstað á Eyrarbakkavegi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eyrarbakkavegi var lokað milli Votmúlavegar og Gaulverjabæjarvegar laust eftir klukkan sjö í kvöld vegna umferðarslyss við afleggjarann að Stokkseyrarseli.

Þar ók bifreið á tvö hross sem hlaupið höfðu upp á veginn. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á slysadeild en bifreiðin er mikið skemmd.

Aflífa þurfti bæði hrossin á vettvangi.

UPPFÆRT KL. 20:08: Búið er að opna veginn á nýjan leik.

Fyrri greinSpjall um verkið „Von“
Næsta greinSelfyssingar á toppnum eftir magnaðan sigur