Ekið á hund og kött í síðustu viku

Lögreglan í Vík. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi fékk sjö mál inn á borð til sín í síðustu viku þar sem ekið var á dýr.

Í flestum tilvikum var um kindur að ræða en í einu tilfelli var ekið á kött og í öðru tilfelli á hund.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að auk slysa á dýrunum er um eignatjón á ökutækjum að ræða í öllum tilvikunum.

Fyrri greinTinna best og markahæst
Næsta greinMetaregn á Selfossi – Álfrún og Daníel settu Íslandsmet