Ekið á sauðfé á þjóðvegi 1

Lögreglan á Suðurlandi fékk fjórar tilkynningar í liðinni viku um að ekið hafi verið á sauðfé á þjóðvegi 1.

Þrjú tilvikanna voru í nágrenni Hafnar og eitt í nágrenni Kirkjubæjarklausturs.

Þá bárust lögreglu tilkynningar um lausar kindur við Landvegamót og laus hross bæði á Selfossi og við Hvolsvöll.

Fyrri greinHamar heldur toppsætinu
Næsta greinFesti bílaleigubílinn utan vegar