Ekið utan í mannlausa bíla

Tvær tilkynningar bárust lögreglunni á Selfossi í síðustu viku um að ekið hafi verið á kyrrstæðar mannlausar bifreiðar á Selfossi.

Laust eftir hádegi á fimmtudag var ekið aftan á rauða Subaru Impreza sem stóð vinstra megin á Vesturhólum við Suðurhóla.

Á sunnudag milli klukkan 17:00 og 17:20 var ekið utan í gráa Chevrolet Silverado á bifreiðastæðinu við Bónus á Selfossi.

Þeir sem þarna eiga hlut að máli og þeir sem veitt geta upplýsingar um þessi óhöpp eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinRéðst á karlinn með brotinni flösku
Næsta greinMissti þrjá fingur í flugeldaslysi