Ekið utan í bíl við Bónus

Ekið var utan í gráa Saab 9-3 bifreið, kyrrstæða og mannlausa í bílastæði við Bónus á Selfossi um kl. 17:30 í gær, fimmtudaginn 8. mars.

Skemmdir eru á hægra afturbretti Saab bifreiðarinnar. Ljóst er að bifreiðin sem hefur farið utan í hefur verið ljósblá að lit.

Lögreglan biður þá sem hafa verið á ljósblárri bifreið við Bónus á þessum tíma að hafa samband, sem og þeir sem veitt geta upplýsingar um málið, í síma lögreglu 480 1010.