Ekið utan í bíl við Þingborg

Miðvikudaginn 20. mars síðastliðinn, milli klukkan 20 og 23, var ekið utan í ljósgráa Toyota Land Cruiser á bílastæði við Þingborg í Flóa.

Tjón er á vinstra framhorni bifreiðarinnar rétt ofan við stuðara.

Lögreglan hvetur ökumann þeirrar bifreiðar sem hlut á að máli að hafa samband í síma 480 1010 ef hann hefur orðið var við óhappið eða þá sem veitt geta upplýsingar um málið.

Fyrri greinCafé Hekla á tindi Heklu
Næsta greinListi Dögunar tilbúinn