Ekið á tvo bíla og stungið af

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir tveimur ökumönnum í tengslum við árekstur á kyrrstæða bíla. Bæði tilvikin áttu sér stað síðastliðinn þriðjudag á Selfossi.

Á milli klukkan 8 og 11 var ekið utan í brúnan Skoda Octavia sem var í bílastæði við Odda, Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Hitt óhappið átti sér stað er ekið var á bláa Volkswagen Golf á bílastæði við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á milli klukkan 13 og 17.

Þeir tveir ökumenn sem eiga hlut að máli eru hvattir til að hafa samband við lögreglu einnig þeir sem veitt geta upplýsingar.

Sími lögreglunnar er 444 2010.

Fyrri greinHandteknir í Reykjavík eftir innbrot á Hellu
Næsta greinDagbók lögreglu: Hraðskreiðir ferðamenn á Þjóðvegi 1