Ekið á stúlku á rafmagnsvespu

Á milli klukkan 8 og 08:30 á miðvikudaginn í síðustu viku, þann 12. júní, varð það óhapp á móts við Skólavelli 1 á Selfossi að stúlka á rafmagnsvespu varð fyrir traktorsgröfu.

Stúlkan var á leið austur götuna eftir gangstéttinni þar sem grafan var. Þegar stúlkan fór út á götuna var gröfunni bakkað með þeim afleiðingum að hún lenti á vespunni.

Talið er að í umrætt sinn hafi sá sem var á gröfunni verið að vinna við lóðina að Skólavöllum 1.

Lögreglan biður þann sem var á gröfunni að hafa samband við lögregluna í síma 480 1010.

Fyrri greinKvenfélag Eyrarbakka hélt upp á 19. júní
Næsta greinLeigja Tryggvaskála til átta ára